Snyrting

Það hefur augljóslega mikil áhrif á útlitið að missa augnhár og augabrúnir. Með réttri förðun er þó hægt að skerpa línurnar og draga augnumgjörðina betur fram.

Ýmsir möguleikar eru í boði fyrir þá sem hafa misst augabrúnir. Einn af þeim er að láta húðflúra form augabrúnanna á sinn stað. Þá er einnig hægt að nota ýmsar tegundir blýanta og penna til að teikna augabrúnirnar á.  Gerviaugabrúnir eru einnig fáanlegar og hægt að skoða þær og panta á erlendum vefsíðum.

Svipað gildir fyrir þá sem hafa misst augnhárin. Gerviaugnhár eru einn möguleiki en þau eru límd á augnlokin með þar til gerðu lími. Það getur verið erfitt að setja þau upp í fyrsta sinn en í sumum snyrtivöruverslunum er boðið upp á þá þjónustu.  Til að skerpa á augnumgjörðinni getur mörgum þótt góður kostur að húðflúra línu í kringum augun.

Hægt er að nota hluta af styrknum sem Tryggingastofnun veitir til hárkollukaupa í húðflúr en þá þarf viðkomandi snyrtistofa að hafa starfsleyfi frá heilbrigðiseftirliti.

Þær stofur sem vitað er að hafa starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti eru eftirfarandi:

Ný Ásýnd/TARA, ehf. í kringlunni
Snyrtihornið, Bæjarhrauni 6,  Hafn.
Snyrtistofan Rós, Engihjalla 8,  Kóp.
Lipurtá ehf., Staðarberg 2-4,  Hafn.
Snyrtistofa Grafarvogs, Hverafold 5  Rvk.
Snyrtistofan Lind Hafnarstræti 19  Akureyri

Áhugaverðar síður sem að selja gerviaugnhár:
http://fantabulash.com/(Þessi selur gerviaugnhár sem hægt er að líma með sérstöku límbandi, sérstaklega hannað fyrir fólk sem hefur engin augnhár)

Tattú á augabrúnum og augnhárum (skref fyrir skref):
Mynd 2 (2)
Fyrir tattú

Mynd 4
Tattúveraðar augabrúnir

Mynd 6 (2)
Tattúveraðar augabrúnir og í kringum augu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s