Hárkollur

Margir þeirra sem missa hárið kjósa að nota hárkollu, hvort sem það er til notkunar á hverjum degi eða til tilbreytingar.  Ýmsar tegundir af hárkollum eru á boðstólum í dag.

Hægt er að sækja um styrk hjá Sjúkratryggingum Íslands (sjukra.is) vegna hárkollu-/höfuðfatakaupa. Óska þarf eftir beiðni eða vottorði hjá lækni og leggja síðan inn umsókn hjá Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands. Árlegur styrkur nemur 77 þúsund krónum (okt. 2011). Ekki er nauðsynlegt að leggja út fyrir hárkollunni/höfuðfatinu ef um viðurkenndan  söluaðila er að ræða heldur sér viðkomandi um að sækja greiðsluna til Sjúkratrygginga Íslands.

Einungis er veittur styrkur fyrir hárkollur og sérstök höfuðföt sem hönnuð eru sérstaklega fyrir þá sem missa hárið.

Sem stendur eru þessir staðir viðurkenndir:

Hár og heilsa, Bergstaðastræti 13, 101 Reykjavík. Sími: 511 2100

Hárkollugerð Kolfinnu Knútsdóttir, Skólavörðustíg 8, 101 Reykjavík. Sími: 511 5222

HTS ehf Hjálpartæki-Stoð, Trönuhrauni 8-10, 220 Hafnarfjörður. Sími: 565 2885

Hár og vellíðan, Smiðsbúð 8  Garðabæ

Hárkó, Hlíðasmára 12 Kópavogur

Sigrún Ragna Skúladóttir hjá Hárkó hefur starfað með hártoppa síðan í desember 2002. Hún kaupir hár af fyrirtækinu On Rite í Bandaríkjunum og þurfti að taka próf frá skóla á þeirra vegum áður en leyfi fékkst til að selja vörur þeirra.

Sigrún notar eingöngu ekta hár í sína hártoppa og hárkollur. Fyrsta skref viðskiptavinarins er að fara í einkaviðtal hjá henni til að velja hár og aðferð.

Hægt er að kaupa hárkollu sem er fest á hársvörðinn með sérstöku lími sem endist í mánuð. Þá þarf að koma á stofuna mánaðarlega og láta taka hárið af og festa aftur. Þessar hárkollur þarf að endurnýja á fjögurra mánaða fresti.

Sigrún er einnig með hárkollur sem eru með silikon-grunni sem hægt er að klippa til og greiða. Hárkollurnar eru mjög léttar og þægilegar.

Margir viðskiptavinir Sigrúnar eru með Alopecia og hafa nýtt sér þjónustu hennar í mörg ár.

Velkomið er að hafa samband við Sigrúnu Rögnu og fá nánari upplýsingar í síma 564-4495 eða 897-7708.

Ef hárkolla/höfuðfat er keypt af öðrum en ofangreindum aðilum þá þarf viðkomandi að leggja út fyrir vörunni, fá kvittun og sækja síðan um endurgreiðslu.

Fyrir þá sem kjósa að leita út fyrir landsteinana er hér listi yfir nokkrar vefsíður sem hægt er að kaupa hárkollur, húfur, slæður, gerviaugabrúnir og fleira. Þá er einnig hægt að nota þessar síður til að fá góðar hugmyndir.

Wigs By Paula Young?

Gefur út ódýran og vinsælan vörulista með hárkollum.

Headcovers Unlimited?

Hér er hægt að panta hatta, vefjarhetti, hárkollur, falskar augabrúnir og augnhár.

Just in Time?

Þessi aðili selur derhúfur úr 100% bómull, vefjarhetti og nátthúfur.

Covering Our Hair

Hér er hægt að panta snið, viljir þú búa til þína eigin hatta og vefjarhatta.

Scarves and Scarf Tying (PDF)

Farðu inn á síðuna og lærðu að binda slæður á nýjan hátt.

Look Good-Feel Better®

Hér er að finna ókeypis ráðgjöf (á ensku) handa konum sem hafa misst hárið og kennslu í ýmsum fegrunarráðum sem geta gert þeim mögulegt að líta betur út og líða sem allra best.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s