Baldvin, félag fólks með alopecia

Til hamingju með nýja félagið okkar!

Í gær var haldinn stofnfundur og mættu tólf auk þess sem nokkrir höfðu óskað eftir að gerast stofnfélagar þó þeir kæmust ekki á fundinn.

Lög félagsins voru lögð fyrir fundinn og samþykkt með smávægilegum breytingum og síðan var stjórn kosin.

Image

Stjórnina skipa: Ingibjörg Stefánsdóttir, Eva Hlín Hermannsdóttir og Salvör Thorlacius og óskum við þeim velfarnaðar í starfinu.

Lagt var til að stofna nokkrar nefndir og má þar fyrst telja kynningarnefnd sem Berglind Guðjónsdóttir, Salvör Thorlacius og Þuríður Helga Jónasdóttir skipa. Fræðslunefnd er mikilvæg til að safna upplýsingum um sjúkdóminn, meðferðir og rannsóknir og bauð Hafrún Bylgja Guðmundsdóttir sig fram í þá nefnd en vill gjarnan fá einhvern með sér og auglýsum við hér með eftir fólki. Enginn fékkst í hagsmunanefnd á fundinum en við vitum að það er einhver þarna úti sem vill fara í þá nefnd og berjast fyrir bættum kjörum í ráðuneyti, hjá Tryggingastofnun og á fleiri vígstöðvum. Bíðum spennt eftir sjálfboðaliðum í það starf. Brynja Þóra Guðnadóttir tók að sér að vera í fjáröflunarnefnd en vill gjarnan fá félagsskap í því starfi. Að síðustu var ákveðið að stofna skemmtinefnd því við ætlum líka að hafa gaman.  Berglind Guðjónsdóttir, Salvör Thorlacius og Saga sem er fulltrúi ungu kynslóðarinnar ætla að sjá okkur fyrir skemmtilegum uppákomum.

Frábær fundur og mikið stolt og gleði í okkar herbúðum!

Image

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s