Fundur í gær

Í gærkvöldi var búið að ákveða að halda stofnfund félags fólks með alopesíu en við breyttum því á síðustu stundu í undirbúningsfund. Það var ýmislegt óljóst ennþá og við viljum halda stofnfund á laugardegi svo meiri möguleikar séu fyrir fólk úr öðrum sveitarfélögum en Reykjavík að mæta. Nú er stefnan sú að halda stofnfund laugardaginn 24. október en við getum ekki staðfest ennþá stað og nákvæma stund, það verður hinsvegar kynnt mjög fljótlega. Í gærkveldi vorum við níu að spjalla um það hvað við viljum að félagið standi fyrir, hvað það eigi að heita og hver tilgangurinn með því sé. Mjög gagnlegar umræður sem lögðu grunninn að samþykktum sem við hyggjumst leggja fyrir á stofnfundinum. Öllum er velkomið að leggja eitthvað til málanna, félagið á að vera fyrir okkur og því mikilvægt að sem flestar raddir heyrist.

Spennandi tímar! 

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s