Undirbúningsfundur fyrir stofnfund

Nú er komið að því að halda undirbúningsfund fyrir stofnun hagsmunafélags fyrir þá sem hafa alopesíu og stefnum við á 30. október kl. 20 í Austurbrún 2. Þá viljum við fá hugmyndir að markmiðum og stefnu félagsins og leggja drög að stefnuskrá. 
 
Við þurfum líka að finna nafn á félagið því flestir eru sammála um að blettaskalli sé frekar leiðinlegt orð og ekki nógu lýsandi fyrir sjúkdóminn. 
 
Það verður spennandi að sjá hversu margir vilja taka þátt í stofnun félagsins og vonandi verður þetta öflugur vettvangur til að vinna að hagsmunum fólks með alopesíu. 

 

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd