Góður fundur

Síðastliðinn fimmtudag hittust tíu manns sem glíma við alopeciu. Þetta var annar óformlegi fundurinn okkar og nokkur ný andlit í hópnum. Eins og í fyrra skiptið var gott að heyra hvað aðrir eru að gera og fá tækifæri til að tala um sjúkdóminn við fólk sem hefur skilning á því hvernig er að lifa með þessu. Það er nokkuð ljóst að stofnun félags myndi styrkja okkur í ýmsum málum og munum við því stefna að því á haustmánuðum.

Við ætlum að reyna að hittast aftur í maí en taka síðan hlé í sumar. Meira um það síðar.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.