Kannanir

Við höfum sett fram nokkrar óformlegar kannanir hér á síðunni sem síðan hafa skapað umræður á Facebook síðunni okkar.  Aðallega höfum við velt fyrir okkur mismunandi meðferðum og hverjir hafa prófað hvað og hvernig fólk lifir með alopeciu. Það er ekki hægt að tala um neina eina niðurstöðu en nokkuð ljóst að flestir sem greinast með alopeciu eru tilbúnir að prófa ýmsar meðferðir, bæði innan heilbrigðisgeirans og hjá óhefðbundnum aðilum. Því miður er engin ein lausn eða lækning enn sem komið er. Það væri samt gott að hafa einhversstaðar heildarsýn yfir hvað hefur borið árangur því það eru ótrúlegir fjármunir og tími sem fer í meðferðir sem oft á tíðum bera engann árangur. Það er óskandi að það verði stofnað hagsmunafélag þar sem hægt væri að halda utan um svona upplýsingar og afla nýjustu gagna um rannsóknir og nýjar lausnir. Það hlýtur að koma að því að það finnist lækning – nema framtíðin sé hárlaus?

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.