Fundargerð eftir hitting þann 1.mars 2012

Þann 1.mars hittumst við (8 manns) í Austurbrún 2 og áttum saman skemmtilega og fræðandi kvöldstund. Í stórum dráttum voru rædd eftirfarandi atriði.

Fundargerð 1.mars 2012

Mættir: 8 manns (7 kvenkyns, 1 karlkyns)

Við byrjuðum fundinn á því að allir kynntu sig og sögðu stuttlega frá sinni reynslu af alopecia. Þeir sem mættu eru með mismunandi stig af alopecia, sumir alopecia areata, aðrir -totalis og enn aðrir -universalis. Þá höfðu margir prófað mismunandi meðferðir til að vinna bug á alopecia, sumir með einhverjum árangri en aðrir án árangurs.

Eftir að hafa gengið hringinn og rætt óformlega okkar reynslu þá ræddum við hin ýmsu mál: vefsíðuna (hvað mætti laga og bæta við),  facebook-síðuna (sem samskiptavef), stofnun félags (félagsgjöld, skipulögð starfsemi, veglegri heimasíða), hentugra nafn heldur en blettaskalli þar sem allir voru sammála því að skalli væri frekar leiðinlegt orð (hugmynd: Hárhvarf……), sameiginleg upplifun af alopecia og áframhaldandi hittinga.

Áhugi var fyrir hendi að stofna félag í kringum alopecia og er það nú í vinnslu.

Ákveðið var að hafa næsta fund þann 12. apríl 2012.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.