Jón Arnar Magnússon,

fyrrum frjálsíþróttamaður, er nýfluttur til Íslands með fjölskylduna eftir nokkurra ára dvöl í Bretlandi. Þar lagði hann stund á nám í kírópraktík og hefur nú hafið störf á Kírópraktorstofu Íslands.
Það vakti athygli þegar Jón Arnar fór að birtast í  fjölmiðlum eftir heimkomuna að hann hafði misst allt hárið og hann sagði frá því að hann hefði fengið sjálfsofnæmissjúkdóminn alopecia fljótlega eftir að hann flutti til Bretlands. Hann hefur sagt frá því að hann telji tengsl milli sjúkdómsins og breytinga á lífsháttum sínum. Hann hafði æft mikið og hætti því skyndilega, námið var krefjandi og viðbrigði að flytja með börn til annars lands. Fjölskyldan bjó um tíma í íbúð þar sem var myglusveppur og telur hann jafnvel að það geti hafa haft áhrif.
Jón Arnar hefur leitað til húðsjúkdómalækna og hefur fengið sömu svör og aðrir í þessum sporum; enginn veit raunverulega hvað orsakar hárlosið og það er ekki til nein örugg lækning.

 

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.