Fyrsta færslan : )

Hér með fer blettaskalli formlega í loftið!
Við erum búnar að sitja yfir þessu í tvo mánuði og finnst við  loksins komnar með nóg efni til að opna fyrir síðuna. Við munum sífellt bæta við eftir því sem andinn blæs okkur í brjóst og eftir því hvað okkur berst frá öðrum. Bloggið ætlum við svo að nota til að setja inn nýja pósta og það verður beintengt við Facebook síðuna okkar sem við vonumst til að geti nýst fyrir umræður. Þessi síða verður samt ekki lifandi nema við fáum viðbrögð og vonum við því að lesendur verði duglegir að tjá sig.
Sendið okkur reynslusögur, góð ráð og hugmyndir.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.